Birt 4. maí, 2023

Birt 4. maí, 2023

Birt 15. ágúst, 2022
Nú fer að líða að skólabyrjun en skólinn verður settur kl. 18:00 sunnudaginn 28. ágúst. Heimavistir opna kl. 13:00 þann dag. Við á Laugum eru orðin spennt fyrir að fá okkar gömlu nemendur aftur sem og að kynnast nýjum nemendum. Í þessari viku ættu allir nemendur að fá bréf í tölvupósti með helstu upplýsingum, t.a.m. það sem þeir þurfa að hafa með sér, þvottanúmer, herbergi og herbergisfélagi o.s.frv. Bókalisti mun koma hér inn á heimasíðuna (undir námið) fljótlega þar á eftir. Þar eru bækurnar sem notaðar eru í hverjum áfanga taldar upp undir áfangaheitinu (t.d. DANS2AT05) nema að bækur almennrar brautar eru taldar upp undir Almenn braut. Nemendur og foreldrar geta farið inn á Innu (inna.is) og skráð sig inn með rafrænum skilríkjum til að sjá hvað áfanga þeir eiga að taka núna í haust og útvega sér þá þær bækur sem eru taldar upp undir þeim áföngum á bókalistanum. Ef spurningar vakna má alltaf hringja í 464-6300 eða senda tölvupóst á si.ragual@ragual.
Hlökkum til að sjá ykkur og samstarfsins næsta vetur.
Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Skólameistari
Birt 22. desember, 2021

Birt 18. nóvember, 2021
Ragna íslenskukennari fékk blóm að gjöf frá nemendum fyrir frábæran áfanga og skemmtilega kennslu sem allir voru yfir sig ánægðir með.
Smelltu á myndina til þess að sjá hana stærri
