Myndir
Skólabyrjun
Image
Nú fer að líða að skólabyrjun en skólinn verður settur kl. 18:00 sunnudaginn 28. ágúst. Heimavistir opna kl. 13:00 þann dag. Við á Laugum eru orðin spennt fyrir að fá okkar gömlu nemendur aftur sem og að kynnast nýjum nemendum. Í þessari viku ættu allir nemendur að fá bréf í tölvupósti með helstu upplýsingum, t.a.m. það sem þeir þurfa að hafa með sér, þvottanúmer, herbergi og herbergisfélagi o.s.frv. Bókalisti mun koma hér inn á heimasíðuna (undir námið) fljótlega þar á eftir. Þar eru bækurnar sem notaðar eru í hverjum áfanga taldar upp undir áfangaheitinu (t.d. DANS2AT05) nema að bækur almennrar brautar eru taldar upp undir Almenn braut. Nemendur og foreldrar geta farið inn á Innu (inna.is) og skráð sig inn með rafrænum skilríkjum til að sjá hvað áfanga þeir eiga að taka núna í haust og útvega sér þá þær bækur sem eru taldar upp undir þeim áföngum á bókalistanum. Ef spurningar vakna má alltaf hringja í 464-6300 eða senda tölvupóst á si.ragual@ragual.
Hlökkum til að sjá ykkur og samstarfsins næsta vetur.
Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Skólameistari
Nýr áfangi í íslensku slær í gegn
Image
Ragna íslenskukennari fékk blóm að gjöf frá nemendum fyrir frábæran áfanga og skemmtilega kennslu sem allir voru yfir sig ánægðir með.
Smelltu á myndina til þess að sjá hana stærri
Bókalistinn fyrir haustönn 2021
Image
Bókalisti haustannar 2021
Smellið á tengilinn að ofan til að opna PDF skjal sem inniheldur bókalista haustannar 2021.
25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum
Image
Þann 15. maí síðastliðinn voru 25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum. Vegna samkomutakmarkana gátu bara nýstúdentar og nánustu aðstandendur þeirra verið viðstaddir athöfnina auk starfsmanna.
Við athöfnina fengu Hanna Sigrún Helgadóttir og Olga Hjaltalín Ingólfsdóttir kennarar við skólann silfurmerki hans fyrir tíu ár í starfi. Nýstúdentar fengu að venju viðurkenningar fyrir námsárangur, félagsstörf og önnur góð verk við skólann.
Hæstri meðaleinkunn á stúdentesprófi 2021, 8,08, náði Stefán Óli Hallgrímsson og er dúx Framhaldsskólans á Laugum þetta árið.

25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum
Brautskráning nýstúdenta fer fram á laugardaginn
Image
Laugardaginn 15. maí kl. 14:00 fer fram brautskráning nýstúdenta við Framhaldsskólann á Laugum.
Vegna samkomutakmarkana geta einungis útskriftarnemar og nánustu aðstandendur verið viðstaddir, en að öðru leiti verður brautskráningin með hefðbundnu sniði. Áhugasamir geta fylgst með streymi frá athöfninni á Facebook síðu skólans www.facebook.com/laugaskoli og hefst streymið rétt fyrir kl. 14.
Sýningar nemendafélagins á Bugsy Malone
Image
Um helgina fóru fram sýningar nemendafélagins á Bugsy Malone – Bugsy fullorðinn. Sýningarnar heppnuðust mjög vel og var aðsókn með ágætum. Húsið okkar sem við köllum “Þróttó” fékk nýlega endurbætur að innan og var aðstaða til sviðslista bætt. Hér má sjá upptöku af lokasýningu Bugsy Malone – Bugsy fullorðinn sem fór fram í gær 2. maí 2021: https://www.youtube.com/watch?v=Vrvx5ebhPGc
Vorönnin að hefjast
Image
Nú er vorönnin að hefjast, daginn tekur að lengja og við öll full tilhlökkunar að hitta nemendurna á ný.
Brautskráning vorið 2020
Image

Guðrún Gísladóttir, dúx Framhaldsskólans á Laugum
Þann 16. maí síðastliðinn voru 16 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum. Þessi brautskráning var sérstök að því leytinu til að nýstúdentarnir fengu skírteini sín send í pósti en vegna kórónaveirufaraldursins var hefðbundinni útskriftarathöfn frestað til 29. ágúst næstkomandi. Þá vonumst við til að eldri afmælisárgangar heimsæki skólann og þá munu nýstúdentar einnig fá viðurkenningar fyrir námsárangur, félagsstörf og önnur góð verk. Hæstri meðaleinkunn á stúdentesprófi 2020, 8,04, náði Guðrún Gísladóttir og er hún því dúx Framhaldsskólans á Laugum þetta árið.