Fréttir frá Laugaskóla

Nú fer þessum óvenjulega vetri að ljúka og við erum vægast sagt spennt að hefja nýtt skólaár með okkar frábæru nemendum í haust.

Þegar samkomubannið skall á var mikil óvissa með fyrirkomulag útskriftar. Við útskrifuðum stúdenta samkvæmt áætlun 16. maí en athöfninni var frestað og mun hún fara fram þann 29. ágúst með hefðbundnu og hátíðlegu sniði.

Skólasetning verður þann 30. ágúst klukkan 18:00 og opnar skrifstofa skólans ásamt heimavistum klukkan 13:00 sama dag. Kennsla hefst mánudaginn 31. ágúst.

Við erum afar ánægð með aðsókn í Laugaskóla, en það stefnir í að það verði rúmlega 90 nemendur á heimavist og rúmlega 100 nemendur í fullu námi.

 

Deila