Laugaskóli á Íslandsmóti

Image

Birt 20. október, 2018

Laugaskóli tekur þátt í Íslandsmótinu í blaki þennan veturinn. Liðið er skráð í 3. Deild karla þar sem spilaðar eru þrjár umferðir á þremur helgarmótum í vetur. Fyrsta mótið fór fram um síðustu helgi og var mótið haldið á Ólafsfirði. Í liðinu voru að þessu sinni:

Sigurður Jóhannsson, 3. ári
Haukur Sigurjónsson, 2. ári
Árni Fjalar Óskarsson, 1. ári
Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, 10. bekk

ásamt þeim:

Sigurbirni Árna, skólameistara
Hnikari, íþróttakennara
Guðmundi Smára, raungreinakennara

Liðið spilaði fimm leiki á tveim dögum og vannst sigur í þremur af þessum leikjum en tveir töpuðust. Liðið er því í 3. sæti í deildinni að lokinni 1. umferð, en alls eru 6 lið í deildinni.

Næsta umferð verður leikin á Álftanesi í janúar og sú síðasta í Kópavogi um miðjan mars.

Framkvæmdastjórar Tónkvíslar 2019

Image

Birt 27. september, 2018

Ráðnir hafa verið framkvæmdastjórar Tónkvíslar 2019. Framkvæmdastjórar Tónkvíslarinnar eru Guðrún Helga Ástudóttir og Kristjana Freydís Stefánsdóttir. Þetta er í fyrsta skipti sem samvirk forysta tveggja framkvæmdastjóra mun leiða Tónkvíslina. Tónkvíslin er söngkeppni sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum í samvinnu við skólann frá árinu 2006.

Til hamingju með afmælið

Image

Birt 27. september, 2018

Þann 10. júní sl. varð Andri Hnikarr Jónsson íþróttakennari við skólann, fertugur. Starfsmenn Laugaskóla heiðruðu Hnikarr í morgun með heimagerðum tertum og sætabrauði. Til óskum Hnikari til hamingju með áfangann.

Fulltrúi FL í framkvæmdastjórn SÍF

Image

Birt 10. september, 2018

 Daníel Þór Samúelsson nemandi á íþróttabraut hlaut kosningu í framkvæmdastjórn SÍF á aðalþingi SÍF nú um síðastliðna helgi. Við á Laugum erum afar stolt af Daníel og ánægð með að skólinn eigi fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Við óskum Daníel og SÍF alls hins besta á komandi vetri og erum spennt fyrir samstarfinu.