2 dagar í Tónkvíslina

Tæknidótið kom í morgun og hefur vinna dagsins að mestu leiti farið í að koma upp sem flestum ljósum og hátölurum eins og húsið ber. Það er fyrirtækið Exton sem hefur umsjón með þessum þætti Tónkvíslarinnar og hafa sömu tæknimennirnir á þeirra vegum komið og unnið við Tónkvísl í mörg ár og eru orðnir nokkuð heimavanir.

Sjónvarpsstöðin N4 mun sýna beint frá keppninni á laugardaginn og hefst útsending kl. 19:30.