Glæsileg breyting á mötuneyti skólans

Í dag var mötuneytið í Gamla skóla tekið aftur í notkun eftir miklar endurbætur. Glæsileg aðstaða blasti við starfsfólki og nemendum þegar þau mættu í hádegismat. Í allt haust hafa staðið yfir miklar breytingar og var mötuneytið því starfrækt til bráðabirgða í kjallaranum á Tröllasteini. Kristján kokkur og hans samstarfskonur fluttu sig yfir í Gamla skóla í morgun og buðu m.a. uppá lasagna á þessum tímamótum.

Mynd: Hanna Sigrún

Mynd: Hanna Sigrún

Mynd: Hanna Sigrún