Birt 23. janúar, 2017
12. maí 2016 kynnti SFR niðurstöður úr könnun sinni um stofnun ársins 11. árið í röð. Að þessu sinni var Framhaldskólinn á Laugum „hástökkvari ársins 2016“ og fór upp um 65 sæti. Valið er byggt á svörum tæplega 8.000 starfsmanna hjá 142 stofnunum. Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu, ímynd stofnunar og jafnrétti. Á Laugum gáfu starfsmenn þættinum sjálfstæði í starfi hæstu einkunn en þátturinn ánægja og stolt með stofnunina var þar skammt undan. Lægsta einkunnin var fyrir þáttinn sem mælir ánægju með launakjör. Stjórnendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum eru gríðarlega ánægð með þennan árangur og munu vinna að því hörðum höndum að bæta starfsánægjuna enn frekar.