Birt 1. september, 2022
Skólinn var settur sunnudaginn síðastliðinn í Íþróttahúsinu á Laugum. Sama dag opnuðu vistirnar og nýnemar og eldri nemendur streymdu að með búslóðina í eftirdragi. Fyrsta vikan í framhaldsskólanum á Laugum köllum við Brunn og er að venju samkvæmt óhefðbundin kennsla þá vikuna. Á mánudaginn var sett upp þrautabraut á skólalóðinni, þar sem nemendur skemmtu sér við hinar ýmsu þrautir.
Á þriðjudaginn fóru nemendur í gönguferð í blíðskaparveðri, þar sem þau gengu úr Þverá í Laxárdal í Laugar.
Í morgun lögðu nemendur ásamt starfsfólki af stað til Akureyrar en þar munu þau skoða Flugsafnið og Iðnaðarsafnið. Um hádegi fara þau í Kjarnaskóg og fara í leiki, halda strandblaksmót og grilla. Dagurinn endar svo á kvöldverði og bíó í Þróttó. Á morgun hefst skóladagurinn klukkan 11:00.
Við hvetjum áhugsama um að fylgja okkur á samfélagsmiðlum!
Instagram @framhaldsskolinn_a_laugum