Námsferð til Vopnafjarðar 19. september 2022

Nemendur í áfanganum „Vesturferðir Íslendinga“ fóru ásamt kennara sínum, Rögnu Heiðbjörtu Ingunnardóttur til Vopnafjarðar í upplýsingaöflun. Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað við Vopnafjörð fræddi nemendur um Vesturferðirnar og lífið á heiðarbýlunum. Veðrið lék við okkur og kennslustund hjá Ágústu var utandyra þar sem nemendur nutu fróðleiks hennar eins og myndir sýna. Þaðan var farið í Kaupvangi á Vopnafirði þar sem Cathy Josephson  tók á móti okkur og sýndi okkur Vesturfarasafnið sem hún hefur unnið að. Það var gott að koma til hennar og sjá verk sem hún hefur komið fyrir í sýningarsalnum. Nemendur fóru heim með fangið fullt af fróðleik og fram undan er verkefnavinna eftir áhugaverða fræðslu hjá Ágústu og Cathy. Við þökkum fyrir yndislegar móttökur á Vopnafirði.

-Ragna Heiðbjört Ingunnardóttir

Deila