Kærleikur frá Laugaskóla

SSNE (Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra) eru að vinna að SAMNOR kynningarefni fyrir framhaldsskóla á Norðurlandi. Þetta er skemmtilegt verkefni og okkur þykir gaman að taka þátt í því. Í gær kom Jón Tómas, tökumaður, frá auglýsingastofunni Eyrarlandi og tók upp efni fyrir Laugaskóla. Nemendur og starfsfólk voru mjög samvinnuþýð í þessu verkefni og meðal annars fóru út og mynduðu stórt hjarta á torginu.

SAMNOR samanstendur af Framhaldsskólanum á Laugum, Menntaskólanum á Tröllaskaga, Framhaldsskólanum á Húsavík, Verkmenntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Akureyri.

Við hlökkum til að sjá lokaútkomuna á þessu kynningarefni!

Deila