Laugaskóli hlaut jafnlaunamerki Jafnréttisstofu

Birt 20. júní, 2024

 
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna það að Framhaldsskólinn á Laugum stóðst jafnlaunavottun hjá Versa vottun og hefur núna leyfi til að nota jafnlaunamerki Jafnréttisstofu næstu þrjú árin, eða frá 12. júní 2023 til 7. september 2026. 
Í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja kemur m.a. fram: “Merkinu er ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana. Merkið staðfestir að þau hafi komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.”

 

 
 

 

Deila