Laugaskóli hlaut jafnlaunamerki Jafnréttisstofu

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna það að Framhaldsskólinn á Laugum stóðst jafnlaunavottun hjá Versa vottun og hefur núna leyfi til að nota jafnlaunamerki Jafnréttisstofu næstu þrjú árin, eða frá 10. september 2020 til 7. september 2023. Óútskýrður kynbundinn launamunur mældist 0,57%, konum í vil. 
Í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja kemur m.a. fram: “Merkinu er ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana. Merkið staðfestir að þau hafi komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.”

Deila