Glæsileg Árshátið

Birt 22. nóvember, 2017 Nemendafélag Framhaldskólans á Laugum stóð fyrir glæsilegri árshátið að Ýdölum laugardagskvöldið 11. nóvember sl. Veislustjóri var Vilhelm Anton Jónson sem ólst upp í Reykjadal. Hallur orti; Hlátrarsköll og skemmtan góð, skraut vart betra gerist, bragðlaukanna besta sjóð, borðhald um hér snérist.

Dagur gegn einelti

Birt 10. nóvember, 2017 Í lok dags hittust nemendur og starfsmenn í Þróttó vegna dags gegn eineltis.  Ásta námsráðgjafi og Olga enskukennari höfðu veg og vanda af fundinum. Ásta fór yfir einkenni og afleiðingar eineltis,  einnig kynnti hún viðbragðsáætlun skólans við einelti. Nemendur Olgu kynntu verkefni sem þau höfðu unnið um neteinelti.