Grunnskólamót á Laugum

Fyrstu grunnskólanemendurnir komnir í hús.

Dagana 29. og 30. september stendur Íþróttafræðibraut Framhaldsskólans á Laugum fyrir íþróttamóti í skólanum. Keppendur mótsins eru grunnskólanemar víðsvegar af landinu sem munu takast á í íþróttahúsinu. Keppnin sjálf mun vera í dag, föstudag þar sem keppt verður í hinum ýmsu greinum og munu vafalaust margir bíða spenntir eftir tilkynningu um úrslit keppnarinnar.

Um kvöldið fara svangir krakkarnir svo í mat til Kristjáns kokks í Mötuneyti FL þar sem hann mun bjóða uppá íslenskar flatbökur handa bæði nemendum skólans og öllum keppendunum mótsins. Nýuppsett félagsmiðstöð Nemendafélags FL mun vera opinn öllum þar sem í boði eru borðtennisborð og pool borð fyrir þá sem vilja halda keppnunum áfram. Þægileg aðstaða er í félagsmiðstöðinni fyrir gott spjall þar sem nemendum grunnskólana gefst tækifæri á að ræða við nemendur framhaldsskólans um skólalífið og margt annað. Nemendafélag FL mun einnig halda áhugaverða kynningu á námi og félagslífi skólans fyrir grunnskólakrakkana.