Nemendur í Jarðfræði fóru í vettvangsferð með nemendum sama áfanga í Framhaldsskólanum á Húsavík þar sem hinn margfróði Gunnar Baldursson réði för. Veður var með eindæmum gott og höfðu nemendur gagn og gaman af. Farið var upp Hólasand upp í Mývatnssveit þar sem hin ýmsu fyrirbrigði voru skoðuð, t.d. Víti, Leirhnjúkur og Dimmuborgir.

Deila