Föstudaginn 22. september bauð Háskólinn á Akureyri útskriftarefnum Framhaldsskólans á Laugum, ásamt fleiri skólum, í háskólakynningu til Akureyrar. Þar voru góðar móttökur og skemmtilegar kynningar á þeim námsbrautum sem skólin hefur uppá að bjóða. Eftir kynningarnar var farið með nemendur í göngutúr um skólann og svo gátu þau skoðað nánar þær brautir sem þeim fannst áhugaverðastar. Eftir það fengu allir pizzur og gos áður en heim var haldið. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn og fróðlegt fyrir nemendur að hlusta á háskólanemana lýsa því hvernig nám væri í boði og hvers vegna það nám sem þau voru í varð fyrir valinu.

Deila