Hrekkjavakan í Framhaldsskólanum á Laugum

Í tilefni hrekkjavökuvikunnar ákváðum við að gera stutta umfjöllun um hrekkjavökuna í Framhaldsskólanum á Laugum. Hrekkjavaka er betur þekkt sem hin ameríska Halloween og er haldin víða um heiminn þann 31. október. Ísland hefur lengi verið undir sterkum áhrifum frá Bandaríkjunum og færist menning frá Bandaríkjunum mikið yfir til Íslands. Síðastliðin ár hafa margir Íslendingar farið að halda uppá hrekkjavöku og þar á meðal er Laugaskóli.   Haldið var upp á …Lestu áfram

Viðtal við Freydísi Önnu Arngrímsdóttur – Systa

Í frétt vikunnar var tekið viðtal við systkinin Sigurbjörn Árna Arngrímsson og Freydísi Önnu Arngrímsdóttur, en þau starfa bæði við skólann, Bjössi sem skólameistari og Systa, eins og hún er alltaf kölluð, sem kennari. Þau voru bæði nemendur við skólann og langaði okkur að fræðast um hversu öðruvísi skólinn var á þeim tíma og í dag. Viðtalið við Systu birtist hér í dag eftir nemandann Söndru Rut Fannarsdóttir. Systa er …Lestu áfram

Bleiki dagurinn í Framhaldsskólanum á Laugum

Október er bleikur mánuður og í tilefni þess var haldið upp á bleika daginn miðvikudaginn 11. október. Stelpurnar í skólanum komu með þá hugmynd að mæta í bleikum fötum í skólann og það var vel tekið í það. Eins og sjá má á myndinni fengu nokkrir lánuð bleik föt sem þau klæddust. Bleikur október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum og er árlegur viðburður. Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku …Lestu áfram

Hvaðan koma nemendur Framhaldsskólans á Laugum

Nemendur eru alls konar og eiga sér allir ólíkan uppruna og bakgrunn s.s. uppeldi, vini og hvaðan þeir koma. Laugaskóli er sóttur af nemendum hvaðan æfa að á landinu og einnig af nemendum sem eiga uppruna sinn að rekja til útlanda. Í haust eru 100 nemendur í fullu námi hér á staðnum og 116 allt í allt og viljum við komast að því hvaðan þessir nemendur koma og hvaðan mesta …Lestu áfram

Lífið á Laugum nú og þá

Innsýn inn í skólahald og félagslíf í Framhaldsskólanum á Laugum nú og þá. Viðtal við Christine Leu Fregiste, núverandi nemanda á Laugum.   Christine hóf skólagöngu sína haustið 2022 og hefur stundað nám núna í tvær annir. Christine líkar námið vel. Henni finnst uppsetning skólakerfisins góð, tengsl við nemendur og kennara eru mjög dýrmæt og telur hún að það skapi ákveðna fjölskyldu tilfinningu innan skólans. Christine kemur úr Mývatnssveit en …Lestu áfram