Nemendur eru alls konar og eiga sér allir ólíkan uppruna og bakgrunn s.s. uppeldi, vini og hvaðan þeir koma. Laugaskóli er sóttur af nemendum hvaðan æfa að á landinu og einnig af nemendum sem eiga uppruna sinn að rekja til útlanda. Í haust eru 100 nemendur í fullu námi hér á staðnum og 116 allt í allt og viljum við komast að því hvaðan þessir nemendur koma og hvaðan mesta aðsóknin er. Niðurstöðurnar miðast út frá póstnúmerum lögheimilis hvers og eins og því teljast t.d. sveitir í kringum Húsavík með sem Húsavík.
Flestir nemendurnir hér í Laugaskóla koma frá Húsavík og frá sveitunum í kringum Húsavík en það eru 24 nemendur sem hafa skráð lögheimili á Húsavík. Fast á hælum Húsavíkur er Vopnafjörður en þaðan koma 22 nemendur. Það munar fremur mikið á milli tveggja efstu póstnúmeranna og þriðja hæsta póstnúmersins í aðsókn er frá Akureyri koma 12 nemendur, sem er helmingi færri en þeir sem koma frá Húsavík. Það sést á grafinu hér að neðan að mesta aðsóknin er úr bæjarfélögum í grennd við skólann en hins vegar er einnig góð aðsókn að austan og af Suðvesturhorninu svo sem frá Reykjavík og Reykjanesinu. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðurnar í formi súlurits.
Nemendur: Emma Ýr Kristjönudóttir og Jónatan Smári Guðmundsson