Lífið á Laugum nú og þá

Innsýn inn í skólahald og félagslíf í Framhaldsskólanum á Laugum nú og þá.

Viðtal við Christine Leu Fregiste, núverandi nemanda á Laugum.  

Christine hóf skólagöngu sína haustið 2022 og hefur stundað nám núna í tvær annir. Christine líkar námið vel. Henni finnst uppsetning skólakerfisins góð, tengsl við nemendur og kennara eru mjög dýrmæt og telur hún að það skapi ákveðna fjölskyldu tilfinningu innan skólans. Christine kemur úr Mývatnssveit en henni finnst afar þægilegt að geta stundað framhaldsskólanám í nágrenni við heimili sitt. Hún fer flestar helgar heim en það kemur auðvitað fyrir að helgunum sé eytt með góðum vinum á Laugum.  

Á fyrsta ári var hún á vistinni Tröllasteini en núna í byrjun haustannar 2023 hefur hún færst upp á Fjall.Henni finnst Fjall huggulegri vistin en þó fannst henni fínt að búa á Tröllasteini. Christine telur að það væri afar leiðinlegt ef vistunum yrði skipt upp eftir kynjum þar sem við nemendur erum það fáir að allir eru vinir allra. Christine býr með einni vinkonu sinni sem hún kynntist í grunnskóla og gengur heimilislífið eins og í sögu. Christine er hálfur Íslendingur og hálfur Dómeníkanisk og er hún dökk á hörund.Hún segjst aldrei hafa upplifað neina fordóma sjálf í skólanum en viðurkennir að hún hafi haft áhyggjur til að byrja með. Henni finnst skólinn sanngjarn og nemendur beri oftar enn ekki bera fulla virðingu fyrir hvort öðru.  

Félagslífið

Eftir hefðbundið skólastarf frá 09:15- 15:30 er Christine mjög dugleg að stunda íþróttir og svo segir hún að lang best sé að hoppa milli herbergja og kíkja á góða vini. Hún segir þó að auðvitað komi það fyrir að maður þurfi að læra eftir skóla en henni finnst það líka bara mjög huggulegt, þá eru flestir farnir úr skólanum og þá er friður til að þeytast áfram í náminu. Christine er ekki í neinni nefnd en telur þó upp þær nefndir sem eru í skólanaum en það eru bæði skemmtinefnd og íþróttanefnd. Christine sjálf er stofnandi ásamt öðrum á undir félagi í skólanum sem heitir FLAZZ. Það félag inniheldur 17 stelpur skólans og er svokallað myndbandafélag. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera á Laugum segir Christine og metur það mikið að fá að upplifa lífið á heimavist. Henni finnst þó að meira mætti vera um einhverskonar teiti svo sem böll, hátíðir og partý. Um helgar eru oft einhver partý eða böll en þau eru þó aldrei á vegum skólans, þá leitar fólk inn á Akureyri eða til Húsavíkur.  

Skólaferðalög síðan Christine byrjaði á Laugum hafa verið nokkur talsins en sum standa þó meira uppúr enn önnur eins og til dæmis svo kallaði brunnurinn sem var í byrjun þessara annar þegar allur skólinn heimsótti Grenivík en Christine sjálf hafði aldrei farið til Grenivíkur svo það var einstök upplifun segir hún. Þegar Christine byrjaði í skólanum  þekkti hún  nokkra nemendur fyrir og var því ekkert stressuð um sína félagslegu stöðu. Henni finnst félagslífið mjög fínt, henni þykir vænt um það sem nemendur gera saman og segir hún sjálf að Laugar eiga alltaf eftir að eiga stað í hjarta hennar. Hér fær unglingurinn að verða að fullorðnum og gott meira en það, hún telur lífið á heimavist vera upplifun sem allir ættu að fá tækifæri til að prófa.  Christine á nú um það bil fjórar heilar annir eftir á Laugum og er ekki beint farin að leiða hugann að útskrift en er þó spennt fyrir að útskrifast og kanna ný tækifæri eftir skólagöngu sína á Laugum en hún telur þó að þegar kemur að því muni hún kveðja Lauga með miklum trega en þakklæti engu að síður.  

Viðtal við Rannveigu Benediktsdóttur og Sigurveigu Jónsdóttur fyrrverandi nemendur á Laugum.

Rannveig og Sigurveig voru nemendur í Framhaldsskólanum á Laugum á árunum 1963-1966, en á þeim tíma byrjaði skólinn í október. Sigurveig var 14 ára þegar hún hóf skólagönguna og Rannveig 15 ára. Sigurveig bjó á Flatey á Skjálfanda, Rannveig var frá Hvoli í Núpasveit. Ferðirnar heim og til baka í skólann voru mikil upplifun og tóku oft langan tíma. Þær fóru ekki heim í frí fyrr en um jólin. Þeir sem áttu heima nær skólanum fóru oftar heim, sumir aðra hverja helgi. Á fyrsta ári var Sigurveig á heimavist í Gamla skóla þar sem nú er Almenna brautin. Þær voru þrjár í herberginu Skotlandi. Fyrsta árið var Rannveig á Fjalli og þær voru fimm saman á herbergi. Vistirnar voru kynjaskiptar og mjög strangar reglur giltu um aðskilnað kynjanna, á sunnudögum mátti fara í heimsóknir milli vista.  

Félagslífið

Eftir skóla var lært og á kvöldin var oft setið með handavinnu. Ýmsar nefndir störfuðu m.a. ritnefnd og skemmtinefnd. Oft var mikið um að vera íþróttahúsinu og haldin voru íþróttamót. Böll voru um helgar, þá var dansað í íþróttasalnum. Jófríður kona Helga bryta saumaði sauðskinnskó sem þær dönsuðu á. Boðið var upp á lifandi tónlist. Á laugardögum fór mikill tími í taka sig til fyrir böllin, að skiptast á fötum og túbera hárið. Það voru söngæfingar, Litli kór og Stóri kór. Haldnar voru kvöldvökur þá var t.d. lesnar upp frásagnir sem krakkarnir í ritnefndinni sömdu. Göngutúrar í kringum tjörnina voru mjög vinsælir. Boðið var upp á kvöldkaffi, mjólkurkex og mjólkurglas nema um helgar, þá var kremkex. Stundum var gengið á herbergin með bala og boðið upp á rófur. Samdrykkja kallaðist það þegar nemendur komu saman til veislu í matsalnum, t.d. alltaf fyrsta desember. Morgunkaffi var á sunnudagsmorgnum og þá var kremkex í boði. Guðmundur Gunnarsson kennari kom á sunnudagsmorgnum með plötuspilarann sinn og spilaði klassíska tónlist og máttu þeir sem vildu koma og hlusta. Eftir miðsvetrarpróf í gagnfræðadeild héldu stelpurnar ávaxtaveislu og fengu niðursoðna ávexti og rjóma.  

Farið var í rúmlega vikulangt skólaferðalag þegar gagnfræðadeild lauk. Nemendur nestuðu sig fyrir ferðina, Rannveig Ben og Stína Sigfúsar bökuðu flatbrauð og einnig voru bakaðar kleinur. Allir voru í stíl í skólabúningum, það var hvítur rúllukragabolur og grá vestispeysa yfir. Farið var suður og margir merkir staðir skoðaðir, gist var á Varmalandi og farið á Snæfellsnes þar sem var farið á ball. Áfram var haldið til Reykjavíkur og gist í Sjómannaskólanum, farið á leikrit og austur að Skógum og safnið skoðað þar. Þegar nemendur útskrifuðust á vorin þá var lokaball í Þróttó. Þær Sigurveig og Rannveig minnast skólaáranna á Laugum með mikilli hlýju, það var gott að vera á Laugum. 

Nemendur : Styrmir Franz Snorrason og Elín Rós Sigurðardóttir 

Deila