Í tilefni hrekkjavökuvikunnar ákváðum við að gera stutta umfjöllun um hrekkjavökuna í Framhaldsskólanum á Laugum. Hrekkjavaka er betur þekkt sem hin ameríska Halloween og er haldin víða um heiminn þann 31. október. Ísland hefur lengi verið undir sterkum áhrifum frá Bandaríkjunum og færist menning frá Bandaríkjunum mikið yfir til Íslands. Síðastliðin ár hafa margir Íslendingar farið að halda uppá hrekkjavöku og þar á meðal er Laugaskóli.
Haldið var upp á daginn með því að hvetja nemendur til þess að mæta í búningunum og vegleg verðlaun voru gefin besta búningnum. Skreytingarnefnd Laugaskóla skreytti skólann kvöldið áður og blasti á móti nemendum allskonar hryllilegar skreytingar þegar þeir mættu í skólann þann 31.október sl. Stjórn nemendafélagsins tók á móti nemendum í hryllilegum búningum og bauð upp á nammi og tónlist og gíruðu nemendur upp í daginn. Tilkynnt var sigurvegara búningakeppninnar í kaffitíma eftir að skóla lauk og sátu nokkrir kennarar skólans í dómnefnd. Sigurvegarar keppninnar voru Jóna Stefanía Guðlaugsdóttir og Karin Niznianska en þær klæddu þær sig sem glæsileg vínber. Hér eru nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi.
Nemendur : Arndís Inga Árnadóttir og Christine Lea Fregiste.