Bleiki dagurinn í Framhaldsskólanum á Laugum

Október er bleikur mánuður og í tilefni þess var haldið upp á bleika daginn miðvikudaginn 11. október. Stelpurnar í skólanum komu með þá hugmynd að mæta í bleikum fötum í skólann og það var vel tekið í það.

Eins og sjá má á myndinni fengu nokkrir lánuð bleik föt sem þau klæddust. Bleikur október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum og er árlegur viðburður. Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar og hefur hann notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár.

Það er hægt að kynna sér nánar málefnið inn á heimasíðu Bleiku slaufunnar. Bleika slaufan

Nemandi: Markús Máni Pétursson 

Deila