Category: Fréttir og tilkynningar
Mikið líf og fjör
Image
Mikið líf og fjör hefur verið á Laugum seinustu daga og vikur en 9. og 10.bekkingar úr grunnskólum Akureyrar hafa verið í heimsókn hjá okkar.
Grunnskólanemendur koma og fá kynning á námi, námsframboði, skólaumhverfi og félagslífi. Hús skólans eru skoðuð, kíkt á heimavistarherbergi, hreyfiveggurinn okkar prófaður og örlítið sprellað í íþróttahúsinu. Hverri heimsókn lýkur svo með ljúffengum hádegismat í mötuneytinu. Við þökkum grunnskólanemendum Akureyrar og starfsfólki kærlega fyrir komuna.
Reynslunni ríkari eftir veturinn
Image
Blaklið skólans gerði fína ferð í Kópavoginn um síðustu helgi þar sem þeir spiluðu í síðasta helgarmótinu í 3. deild Íslandsmótsins. Það fór svo að liðið endaði veturinn í 5. sæti deildarinnar og eru reynslunni ríkari eftir veturinn og eru klárlega búnir að setja viðmið til að bæta sig enn meira fyrir næsta vetur. Þeir sem spiluðu í þessu síðasta móti voru: Haukur, Sigurður, Óliver, Árni Fjalar, Guðmundur Gígjar og Stefán Bogi ásamt þeim Bjössa skólameistara og Gumma kennara sem fylltu uppí hópinn fyrir strákana.