Uppbrot á skóladeginum
Í uppbroti dagsins var boðið upp á að leika sér í snjónum. Þetta kunnu nemendur vel að meta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Í uppbroti dagsins var boðið upp á að leika sér í snjónum. Þetta kunnu nemendur vel að meta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Alla morgna er nemendum boðið uppá uppbrot á skóladeginum. Það er óhætt að segja að þeir hafi skemmt sér vel eins og sjá má á eftirfarandi myndum þar sem þau renndu sér niður brekku og spiluðu Rugby.
Þessa haustönnina fór af stað nýr áfangi í íslensku þar sem nemendur kynnast Vesturferðum Íslendinga með áherslu á vesturíslensku. Nemendur kynnast samfélagsbreytingum sem áttu sér stað og hvað varð um íslenskuna í Norður-Ameríku hjá vesturförunum. Málnotkun og orðaforði íslenskunnar eru til umfjöllunar og hvernig hún þróaðist án tengsla við íslenskuna sem töluð var á Íslandi. Nemendur munu vinna saman að upplýsingaöflun og velja efni til að gera skapandi verkefni auk …Lestu áfram
Í gær fengum við heimsókn frá lögreglunni á Akureyri og Húsavík ásamt lögregluhundinum Kæju. Nemendum og kennurum var safnað saman í íþróttahúsinu á meðan leitinni stóð. Nemendur sýndu einstaklega mikla þolinmæði á meðan leitinni stóð og fóru í ýmsa boltaleiki til að drepa tímann. Á meðan leitaði Kæja í húsnæði skólans, en það var nauðsynlegt að hafa nemendur og kennara í annarri byggingu til þess að tíkin yrði ekki fyrir …Lestu áfram