Notaleg jólastund – föndur og undirskriftir

Í gær, fimmtudaginn 4. desember, bauð Freydís Anna upp á jólaföndur í matsal skólans. Það er alltaf ánægjulegt að brjóta upp skóladaginn og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Allskonar fígúrur urðu til í höndum nemenda og starfsmanna, en sumir létu sér nægja að skreyta piparkökur.

Einnig komu nemendur saman þar sem þeir gátu skrifað undir ýmis mál, þar sem brotið er á mannréttindum fólks út um allan heim, en það kallast “Þitt nafn bjargar lífi” og er á vegum Íslandsdeildar Amnesty International.