Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Ráðstefnan „Hvernig skapa ég mína eigin framtíð“ fór fram á föstudaginn, en henni var streymt til grunnskóla- og framhaldsskólanema. Þessi ráðstefna fjallaði um það hvaða störf verða til í framtíðinni og möguleika tækni til fjarvinnu. Þetta var spennandi ráðstefna og gaman fyrir okkur að geta tekið þátt í henni.

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á föstudaginn. Nemendur og starfsfólk mættu í Þróttó þar sem þétt og skemmtileg dagskrá var í boði nemenda. Nemendurnir kynntu vefinn Samróm þar sem fólk er hvatt til þess að gefa raddsýni. Nemendur fræddu salinn um mikilvægi íslenskrar tungu, framtíð íslenskunnar og sungu að lokum lagið Fylgd eftir Guðmund Böðvarsson. Þessi dagskrá var lokaverkefni í áfanganum „Íslenska í rafrænu samfélagi“, sem er kenndur af Rögnu. 

Hátíðardagskránni lauk svo með hátíðarhádegisverði í boði mötuneytisins, hamborgarhrygg með sykurhúðuðum kartöflum og skyrtertu í eftirmat. 

Deila