Þitt nafn bjargar lífi

Þitt nafn bjargar lífi (áður Bréf til bjargar lífi). Þá skrifar fjöldi fólks nafn sitt á bréf til stjórn­valda sem brjóta mann­rétt­indi og krefst rétt­lætis fyrir þolendur. Samtímis munu hundruð þúsunda einstak­linga víða um heim gera slíkt hið sama“

Í fyrra tókum við þátt og fórum með sigur af hólmi í flokknum „flestar undirskriftir miðað við nemendafjölda“ og fengum við titilinn „Mannréttindaframhaldsskóli ársins 2018“ Að sjálfsögðu munum við taka þátt í ár en málin sem tekin eru fyrir núna eru 10 talsins og snúa öll að mannréttindabrotum gegn ungu fólki á aldrinum 14-25 ára. Mörg þeirra mjög átakanleg og erfitt fyrir okkur að setja okkur í spor þessa fólks. Hér fyrir neðan eru 3 mismunandi sögur af mannréttindabrotum á ungu fólki. 

 

Yasaman Aryani er frá Íran og hlaut 16 ára fangelsisdóm fyrir að mótmæla löggjöf um höfuðslæðu í heimalandi sínu.
Yasaman og móðir hennar gengu með hárið óhulið um lestarvagn einungis ætluðum konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Þessi viðburður náðist á myndband og fór á flug á internetinu í mars 2019 og út frá því hlaut Yasaman þennan þunga dóm!

 

Mál Söruh Mardini (24 ára) og Seán Binder (25 ára) eiga yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm fyrir að aðstoða flóttafólk í háska við strendur Grikklands.

Magai Matiop Ngong var aðeins 15 ára gamall og dæmdur til dauða í Suður-Súdan. Hann fékk ekki lögfræðing sér til aðstoðar, og nú í dag er hann 17 ára gamall og er á dauðadeild í Juba Central-fangelsinu, þar sem hann heldur í vonina um að áfrýjun dauðadómsins nái fram að ganga og hann geti haldið skólagöngu sinni áfram.

Hægt er að lesa um öll þessi mál sem verða tekin fyrin fyrir hér 

Í byrjun desember munum við í Framhaldsskólanum á Laugum taka þátt. Eins og í fyrra, munum við eiga notalega stund á bókasafninu. Við hvetjum bæði nemendur og starfsfólk til þess að koma upp á bókasafn, lesa sögurnar og skrifa undir. Keppnin stendur frá 25. október til 31. desember 2019.

 

Deila