Skólastarfið í vikunni

Í dag hófst skólastarf á ný eftir erfiða daga. Nemendur byrjuðu daginn á skólafundi með Bjössa skólameistara klukkan 9:15 í morgun, þar sem farið var yfir skipulag næstu daga. Við gerum ráð fyrir því að skólastarf verði með eins hefðbundnum hætti og aðstæður leyfa. Við fáum áfram utanaðkomandi aðstoð og leggjum mikla áherslu á samveru eftir að skóladegi lýkur í samvinnu við nemendafélagið.

Sorgarfréttir frá Laugaskóla

Sá hörmulegi atburður átti sér stað þann 2. febrúar sl. að nemandi okkar varð fyrir bíl og lést. Við erum öll harmi slegin vegna málsins og syrgjum góðan félaga og vin. Við höfum fengið góðan stuðning frá öllu skólasamfélaginu á Íslandi og hefur Rauði krossinn auk námsráðgjafa, sálfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga séð um áfallahjálp fyrir nemendur og starfsmenn. Séra Þorgrímur, sóknarprestur á Grenjaðarstað, hefur haldið kyrrðar- og bænastundir fyrir okkur. …Lestu áfram

Nýtt ár og undirbúningur fyrir Gettu betur !

Fyrsti skóladagur ársins er genginn í garð og nemendur komnir í gírinn eftir gott jólafrí. Vegna stöðu Covid faraldursins höfum við þurft að herða sóttvarnarreglur í skólanum, en til dæmis báðum við nemendur um að taka hraðpróf áður en þau kæmu í skólann, ásamt því að bera grímu þar sem ekki er hægt að passa upp á eins metra fjarlægð. Við vonum að þessar reglur hafi ekki mjög truflandi áhrif …Lestu áfram