Nýr áfangi í íslensku slær í gegn

Image

 
 
Á degi íslenskrar tungu stóðu nemendur fyrir frábærri sýningu um Vesturferðir Íslendinga og vesturíslensku.Þetta er í annað sinn sem þessi íslenskuáfangi er kenndur við Framhaldsskólann á Laugum.Námið byggir á miklum lestri um Vesturferðirnar á 19.öld, vesturíslensku, menningu og hefðum, tvítyngisstefnu, erfðamálum ásamt mörgu öðru, því af nógu er að taka.Þjóðræknisfélag Íslendinga veitti þessum áfanga styrk, við fengum bókagjafir frá nokkrum aðilum og Úlfar Bragason kom og hélt fyrirlestur um vesturíslensku.
 
Í áfanganum eru 28 nemendur og hafa verkefnin verið sniðin að þörfum og áhuga hvers og eins.Þar má helst nefna vínartertubakstur, útgáfu Vesturblaðsins, bók um reynsluheim kvenna, „Svo fóru þær vestur – Saga kvenna til Vesturheims“ sem byggir m.a. á upplýsingum frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi, barnabók, tímaás, vesturíslensku og erfðamál, yfirlit um fólksflutninga frá ýmsum svæðum og svo mætti lengja telja.
Myndirnar tala sínu máli, eintóm gleði og sköpun

 

Ragna íslenskukennari fékk blóm að gjöf frá nemendum fyrir frábæran áfanga og skemmtilega kennslu sem allir voru yfir sig ánægðir með. 

Smelltu á myndina til þess að sjá hana stærri

Páskaleyfi

Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum fara í páskaleyfi að loknum vinnudegi föstudaginn 26. mars. Skólinn og skrifstofur hans verða lokaðar í Dymbilvikunni og fram yfir páska.

Kennsla hefst aftur mánudaginn 12. apríl og heimavistir opna aftur sunnudaginn 11. apríl kl. 13:00 leyfi gildandi sóttvarnarreglur það. Nemendur og forráðamenn munu fá tölvupóst með nánari útskýringum og leiðbeiningum þegar ljóst verður hvaða sóttvarnarreglur gilda um skólastarf eftir páska. Alltaf er hægt senda póst á netfangið laugar@laugar.is og verður þeim svarað eins fljótt og auðið er. Ef málið þolir enga bið er fólki bent á að hringja í símanúmerið 848-3242. Við vonum að allir fari varlega, hugi að einstaklingsbundnum smitvörnum og njóti páskaleyfisins. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur eftir páska.

Nýr áfangi í íslensku vekur athygli

Á haustönn 2020 var kenndur nýr áfangi í íslensku um Vesturferðir Íslendinga með áherslu á vesturíslensku, þar sem menning og tungumál vestra í Nýja Íslandi var aðalviðfangsefnið. Námið var mjög fjölbreytt og verkefnavinna skapandi. Góðum tengslum var komið á milli aðila í Kanada og nemenda hér á Laugum þar sem ýmiss konar efni barst okkur og má þar helst nefna heimsókn í New Iceland Heritage Museum með aðstoð netmiðla og upptökur frá Vestur-Íslendingum um æskuminningar forfeðra þeirra í nýju landi.

Í október sl. var svo ákveðið að baka vínartertuna, þjóðarrétt Vestur-Íslendinga, í nær 150 ár, sem vakti mikla lukku, sem greint var frá á vefsíðu Þjóðræknisfélags Íslendinga. Í samskiptum við Vestur-Íslendinga og Þjóðræknisfélag Íslendinga höfum við fengið lof fyrir áhuga á sögu Vestur-Íslendinga og það vakti einnig ánægju þegar okkur barst nú á dögum bréf frá Kanada með frétt sem birtist í Lögberg – Heimskringla um Vinartertuna og áfangann: Icelandic students learn about the emigration and vínarterta.