Öskudagur 2023
Öskudaginn var haldinn með pompi og prakt í Framhaldsskólanum á Laugum. Nemendur og starfsfólk skólans klæddu sig upp í tilefni dagsins og kötturinn var sleginn úr tunnunni. Í hádeginu var boðið upp á hamborgaraveislu áður en grímuklæddir nemendur héldu af stað í langþráð vetrarfrí.