Stundatöflulaus skóli!

Birt 16. ágúst, 2022

Náms- og kennsluumhverfi og aðferðir við Framhaldsskólann á Laugum er í stöðugri þróun. Nú á haustönn 2022 verður tekið enn eitt skrefið til framþróunar. Hefðbundnar stundatöflur verða lagðar til hliðar en allir nemendur verða með samfelldan vinnudag og skráðir í vinnustofu tíma allan skóladaginn.
Eitt af markmiðum þróunarverkefnisins er að kennsla færist enn frekar í átt að vendikennslu. Áhersla er lögð á að hafa námsefni og leiðbeiningar að sem mestu leyti rafrænt þannig að það sé ávallt aðgengilegt nemendum og þeir geti unnið sjálfstætt að náminu hvenær sem er og hvar sem þeir eru staddir.
Möguleiki er á miklum sveigjanleika þar sem t.d. er hægt að taka út hluta nemenda úr  hópi og bjóða þannig þeim sem þurfa á því að halda meiri þjónustu. 

Nánari upplýsingar um þetta breytta námsfyrirkomulag má lesa hér

 

Deila