Páskaleyfi

Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum fara í páskaleyfi að loknum vinnudegi föstudaginn 26. mars. Skólinn og skrifstofur hans verða lokaðar í Dymbilvikunni og fram yfir páska. Kennsla hefst aftur mánudaginn 12. apríl og heimavistir opna aftur sunnudaginn 11. apríl kl. 13:00 leyfi gildandi sóttvarnarreglur það. Nemendur og forráðamenn munu fá tölvupóst með nánari útskýringum og leiðbeiningum þegar ljóst verður hvaða sóttvarnarreglur gilda um skólastarf eftir páska. Alltaf er hægt …Lestu áfram

Nýr áfangi í íslensku vekur athygli

Á haustönn 2020 var kenndur nýr áfangi í íslensku um Vesturferðir Íslendinga með áherslu á vesturíslensku, þar sem menning og tungumál vestra í Nýja Íslandi var aðalviðfangsefnið. Námið var mjög fjölbreytt og verkefnavinna skapandi. Góðum tengslum var komið á milli aðila í Kanada og nemenda hér á Laugum þar sem ýmiss konar efni barst okkur og má þar helst nefna heimsókn í New Iceland Heritage Museum með aðstoð netmiðla og …Lestu áfram