Nú er vorönnin að hefjast, daginn tekur að lengja og við öll full tilhlökkunar að hitta nemendurna á ný.
Starfsmenn skoruðu á útskriftarnemendur í hörkuspennandi íþróttakeppni sl. föstudag og eru hér nokkrar myndir frá keppninni.
Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum fara í páskaleyfi að loknum vinnudegi föstudaginn 26. mars. Skólinn og skrifstofur hans verða lokaðar í Dymbilvikunni og fram yfir páska. Kennsla hefst aftur mánudaginn 12. apríl og heimavistir opna aftur sunnudaginn 11. apríl kl. 13:00 leyfi gildandi sóttvarnarreglur það. Nemendur og forráðamenn munu fá tölvupóst með nánari útskýringum og leiðbeiningum þegar ljóst verður hvaða sóttvarnarreglur gilda um skólastarf eftir páska. Alltaf er hægt …Lestu áfram
Á haustönn 2020 var kenndur nýr áfangi í íslensku um Vesturferðir Íslendinga með áherslu á vesturíslensku, þar sem menning og tungumál vestra í Nýja Íslandi var aðalviðfangsefnið. Námið var mjög fjölbreytt og verkefnavinna skapandi. Góðum tengslum var komið á milli aðila í Kanada og nemenda hér á Laugum þar sem ýmiss konar efni barst okkur og má þar helst nefna heimsókn í New Iceland Heritage Museum með aðstoð netmiðla og …Lestu áfram
Nú er vorönnin að hefjast, daginn tekur að lengja og við öll full tilhlökkunar að hitta nemendurna á ný.