Birt 4. febrúar, 2020
Nú fer hver að verða síðastur að sækja um jöfnunarstyrkinn, en það er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu.
Umsóknarfrestur til að sækja um fyrir vorönn 2020 er til og með 15. febrúar, n.k.
Til þess að sækja um jöfnunarstyrkinn þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Ef nemandi sækir um styrkinn eftir 15. febrúar, skerðist styrkurinn um 15%. Við hvetjum alla til að að drífa sig í því að sækja um þennan styrk. Hægt er að lesa sér til um styrkinn og sækja um hann hér