Þorrablót og félagsvist

Þorrablót fór fram í gær, fimmtudaginn 6. febrúar í matsal skólans. Góð mæting var frá nemendum, og stjórnaði Lúðvík samkomunni, sem og fjöldasöng með aðstoð Systu. Talsvert var lagt í skemmtiatriði nemenda, en þeir fluttu grínmyndband sem var gert af myndbandsfélaginu Hnetunni. Bjössi skólastjóri var með spurningakeppni, þar sem svörin voru annað hvort já eða nei. Bríet Guðný sigraði spurningakeppnina eftir harða keppni við Guðrúnu Gísla.

Að loknu borðhaldi var spiluð félagsvist á níu borðum, undir stjórn Kristjáns G og Rögnu. Spilað var hálft spjald (tvær umferðir) og var Hafdís Hjaltalín efst kvenna en Guðmundur Gígjar karlamegin og hlutu þau bæði 92 stig. Af þessu var hin mesta skemmtan og kvöldið ánægjulegt.