Öskudagur 2023

Öskudaginn var haldinn með pompi og prakt í Framhaldsskólanum á Laugum. Nemendur og starfsfólk skólans klæddu sig upp í tilefni dagsins og kötturinn var sleginn úr tunnunni. Í hádeginu var boðið upp á hamborgaraveislu áður en grímuklæddir nemendur héldu af stað í langþráð vetrarfrí.   

Kynningarmyndband frumsýnt á Laugum

Þann 8. febrúar komu góðir gestir til okkar á Laugar frá Framhaldsskólanum á Húsavík , Menntaskólanum á Akureyri , Menntaskólanum á Tröllaskaga ,Verkmenntaskólanum á Akureyri ,SSNE OG Símey til þess að horfa á sameiginlegt herferðarmyndband sem unnið er í samstarfi við SSNE, samband sveitarfélaga á norðurlandi eystra. Herferð þessi eru ætluð til kynningar á svæðinu og þeim fjölbreyttu möguleikum til náms sem í boði eru. Að frábærri kynningu lokinni var …Lestu áfram

Gauragangur

  Núna eru nemendur ásamt nokkrum starfsmönnum og fólki í nærsamfélaginu að æfa á fullu fyrir frumsýningu á leikritinu Gauragangi sem byggt er á samnefndri bók Ólafs Hauks Símonarsonar og kom út fyrir jólin 1988. Sýningin er á vegum UMF Eflingar og fá nemendur einingar fyrir þátttökuna. Frumsýning er föstudaginn 10.febrúar kl 20:30 og hægt er panta miða í síma 6180847 eða á netfanginu moc.liamg@gnilfefmu . Við hvetjum alla sem …Lestu áfram