Mín framtíð 2023 Dagana 16.– 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Eygló Sófusdóttir og Olga Hjaltalín verða á staðnum ásamt nokkrum nemendum Framhaldsskólans á Laugum til að kynna starfsemi skólans. Hér má sjá dagskrá og opnunartíma ásamt frekari fræðslu um viðburðinn: https://namogstorf.is/2023/03/09/min-framtid-opnunartimi-og-dagskra/

Sigurvegarar Tónkvíslar 2023

Það var líf og fjör á laugardagskvöldið þegar Tónkvíslin fór fram fyrir húsfylli í íþróttahúsinu á Laugum. Nemendur sáu til þess að keppnin væri hin allra glæsilegasta og allir keppendur stóðu sig vel og eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu ásamt hljómsveitum kvöldsins. Við óskum sigurvegurum kvöldsins þeim Hrólfi Péturssyni og  Alexöndru Hermóðsdóttur innilega til hamingju með vel verðskuldaðan sigur.

Fyrsta sæti í Lífshlaupinu

Lífshlaupið er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega. Framhaldsskólinn á Laugum tók þátt í framhaldsskólakeppninni sem ætluð er fyrir 16 ára og eldri og stendur yfir í tvær vikur í febrúar. Boðið var upp á afar fjölbreytta hreyfingu …Lestu áfram