Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt skóla ár.

Kæru nemendur, nú er skólinn byrjaður eftir langt og gott jólafrí. Heimavistir opna kl. 13:00 næstkomandi sunnudag, og kennsla hefst á mánudag.

Síðasta önn gekk afar vel. Raunmæting allra nemenda skólans var 89,2% og meðaleinkunn allra nemenda í öllum áföngum var 7,29. Hvoru tveggja hefur aðeins einu sinni áður verið hærra.

Í janúar hefst þorrinn og 26. janúar höldum við þorrablót nemenda og starfsfólks í skólanum. Tónkvíslin er á sínum stað að venju, og verður sú tónlistarhátíð haldin laugardaginn 11. mars

Við á Laugum erum ákaflega stolt af okkar nemendum og væntum þess að vorönnin verði ekki síðri en haustönnin.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Deila