Ítalíuferð og vetrarfrí!

Nemendur af íþróttabraut Framhaldsskólans á Laugum var á Ítalíu 26. september – 5. október sl. Þau fóru á vegum Erasmus og tóku þátt í verkefninu Goal, þar sem þau lærðu meðal annars um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

Á Ítalíu kynntust þau grískum og ítölskum ungmennum, en tilgangur verkefnisins er meðal annars að kynnast krökkum frá öðrum menningarheimum og kynna sitt land, menningu og venjur. Hnikarr, íþróttakennari, fór með hópnum út. Ferðalagið hófst með flugi til Parísar þar sem þau millilentu en flugu þaðan til Rómar og keyrðu þaðan í bæinn Capriola, sem er bærinn sem þau gistu í. Nemendur íþróttabrautar fóru m.a í ratleik um bæinn og kynntust á þann hátt hinum krökkunum. Öll löndin héldu sína kvöldvöku og kenndu nemendur íþróttabrautar grískum og ítölskum ungmennum meðal annars skítakall, gulrótaleikinn og héldu spurningakeppni um Ísland. Nemendur höfðu með sér íslenskan mat sem jafnaldrar þeirra fengu að smakka – harðfisk, lakkrís og íslenskt súkkulaði. Einnig fóru nemendur í dagsferð til Rómar þar sem þau fengu frjálsan tíma til að skoða sig um og kíkja í búðir.

 

Vetrarfrí 14.-24. október

Í dag fara nemendur og starfsfólk í vetrarfrí, frá og með í dag, 14. október. Kennsla fer fram til hádegis í dag, og munu nemendur borða hádegismat og fara svo heim. Nemendur koma aftur í Lauga mánudaginn 24. október og fá kvöldmat kl. 18:00. Kennarar munu fara í námsferð til Finnlands og Eistlands í vetrarfríinu, einnig er útskriftarhópur Laugaskóla farinn í útskriftarferðina sína, og með þeim fylgir Jón Sverrir húsbóndi og Inga.

Deila