Í dag stóð yfir grunnskólamót á Laugum þar sem rúmlega 200 nemendur frá Eyjafirði til Vopnafjarðar voru mættir til keppni.
Mótið fór einstaklega vel fram og stóðu bæði nemendur og kennarar vaktina. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
Gleðilegt nýtt ár
Gleðilegt nýtt skóla ár. Kæru nemendur, nú er skólinn byrjaður eftir langt og gott jólafrí. Heimavistir opna kl. 13:00 næstkomandi sunnudag, og kennsla hefst á mánudag. Síðasta önn gekk afar vel. Raunmæting allra nemenda skólans var 89,2% og meðaleinkunn allra nemenda í öllum áföngum var 7,29. Hvoru tveggja hefur aðeins einu sinni áður verið hærra. Í janúar hefst þorrinn og 26. janúar höldum við þorrablót nemenda og starfsfólks í skólanum. …Lestu áfram