Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt skóla ár. Kæru nemendur, nú er skólinn byrjaður eftir langt og gott jólafrí. Heimavistir opna kl. 13:00 næstkomandi sunnudag, og kennsla hefst á mánudag. Síðasta önn gekk afar vel. Raunmæting allra nemenda skólans var 89,2% og meðaleinkunn allra nemenda í öllum áföngum var 7,29. Hvoru tveggja hefur aðeins einu sinni áður verið hærra. Í janúar hefst þorrinn og 26. janúar höldum við þorrablót nemenda og starfsfólks í skólanum. …Lestu áfram

Undirritun samkomulags Samnor og Bjarmahlíðar

Í Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, hefur orðið vart við vaxandi þörf á stuðningi við ungmenni á framhaldsskólaaldri (frá 16 ára). Flest ungmenni á aldrinum 16-18 ára eru í framhaldsskóla og hefur Bjarmahlíð nú gert samkomulag um þróun samstarfs við alla framhaldsskólana á Norðurlandi. Skólarnir eru Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra. Samkomulagið felur í …Lestu áfram

Seinni hálfleikur hafinn

Nemendur og starfsfólk kom endurnært úr vetrarfríi en hefðbundið skólastarf hófst þriðjudaginn 25. október. Í vetrarfríinu var þó nóg að gera, en útskriftarefnin fóru í útskriftarferð til Spánar og kennarar í námsferð til Finnlands. Í gær var háskóladagurinn haldinn í Háskólanum á Akureyri og fóru tilvonandi háskólanemendur í kynningaferð þangað. Við hlökkum til að klára seinni hálfleikinn af þessari önn og byrjum hana með hrollvekjandi hrekkjavökustemningu!   Fylgist með okkur á …Lestu áfram

Ítalíuferð og vetrarfrí!

Nemendur af íþróttabraut Framhaldsskólans á Laugum var á Ítalíu 26. september – 5. október sl. Þau fóru á vegum Erasmus og tóku þátt í verkefninu Goal, þar sem þau lærðu meðal annars um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.  Á Ítalíu kynntust þau grískum og ítölskum ungmennum, en tilgangur verkefnisins er meðal annars að kynnast krökkum frá öðrum menningarheimum og kynna sitt land, menningu og venjur. Hnikarr, íþróttakennari, fór með hópnum út. Ferðalagið …Lestu áfram