Mugison á Laugum

Mugison snýr aftur eftir 30 ára hlé  Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, hélt tónleika síðastliðinn þriðjudag í Þróttó, gamla íþróttahúsinu á Laugum. Hann þekkir umhverfið vel á Laugum þar sem hann var eitt sinni nemandi í framhaldsskólanum og voru margir af áhorfendum gamlir skólafélagar og vinir hans. Á milli laga rifjaði hann upp nokkrar af gömlu góðu stundunum Lesa áfram →

Tónkvíslin 25.nóvember 2023

Tónkvíslin er árleg söngvakeppni sem haldin hefur verið af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum frá árinu 2006. Keppninni er skipt upp í tvo flokka, annars vegar eru það keppendur frá Framhaldsskólanum, og hins vegar keppendur frá grunnskólum næsta nágrennis, allt frá Vaðlaheiði austur að Vopnafirði. Dómnefnd velur þrjú bestu atriðin frá framhaldsskólanum og þrjú bestu atriðin úr hópi grunnskólanna. Allt til ársins Lesa áfram →

Trúir þú á draugasögur ?

Draugasögur á Laugum   Skólahald á Laugum hófst árið 1925. Þetta er mjög gamall skóli, og það eru til margar draugasögur sem gerðust hér á Laugum. Á efstu hæð í gamla skóla er vinnustofa sem kallast Sigurðarstofa, þessi vinnustofa var eitt sinn heimavist. Það eru enn svefnherbergi innst inni á þessari vinnustofu, en þau eru ekki í notkun lengur. Ef litið Lesa áfram →

Útskriftarferð

Útskriftarferð  Útskriftarhópur Framhaldsskólans á Laugum 2024 fór síðastliðinn október í útskriftarferð til Lloret de Mar. Lloret de Mar er skemmtilegur bær sem er staðsettur á Costa Brava-ströndinni í Katalóníu, norðvestur af Barcelona, á Spáni. Ólíkt öðrum skólum fer útskriftarhópur Laugaskóla í útskriftarferðina sína snemma á þriðja skólaárinu, á meðan aðrir skólar fara í sína ferð eftir útskriftina sjálfa. Í ferðinni Lesa áfram →

Hrekkjavakan í Framhaldsskólanum á Laugum

Í tilefni hrekkjavökuvikunnar ákváðum við að gera stutta umfjöllun um hrekkjavökuna í Framhaldsskólanum á Laugum. Hrekkjavaka er betur þekkt sem hin ameríska Halloween og er haldin víða um heiminn þann 31. október. Ísland hefur lengi verið undir sterkum áhrifum frá Bandaríkjunum og færist menning frá Bandaríkjunum mikið yfir til Íslands. Síðastliðin ár hafa margir Íslendingar farið að halda uppá hrekkjavöku Lesa áfram →

Viðtal við Freydísi Önnu Arngrímsdóttur – Systa

Í frétt vikunnar var tekið viðtal við systkinin Sigurbjörn Árna Arngrímsson og Freydísi Önnu Arngrímsdóttur, en þau starfa bæði við skólann, Bjössi sem skólameistari og Systa, eins og hún er alltaf kölluð, sem kennari. Þau voru bæði nemendur við skólann og langaði okkur að fræðast um hversu öðruvísi skólinn var á þeim tíma og í dag. Viðtalið við Systu birtist Lesa áfram →

Bleiki dagurinn í Framhaldsskólanum á Laugum

Október er bleikur mánuður og í tilefni þess var haldið upp á bleika daginn miðvikudaginn 11. október. Stelpurnar í skólanum komu með þá hugmynd að mæta í bleikum fötum í skólann og það var vel tekið í það. Eins og sjá má á myndinni fengu nokkrir lánuð bleik föt sem þau klæddust. Bleikur október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá Lesa áfram →

Hvaðan koma nemendur Framhaldsskólans á Laugum

Nemendur eru alls konar og eiga sér allir ólíkan uppruna og bakgrunn s.s. uppeldi, vini og hvaðan þeir koma. Laugaskóli er sóttur af nemendum hvaðan æfa að á landinu og einnig af nemendum sem eiga uppruna sinn að rekja til útlanda. Í haust eru 100 nemendur í fullu námi hér á staðnum og 116 allt í allt og viljum við Lesa áfram →

Lífið á Laugum nú og þá

Innsýn inn í skólahald og félagslíf í Framhaldsskólanum á Laugum nú og þá. Viðtal við Christine Leu Fregiste, núverandi nemanda á Laugum.   Christine hóf skólagöngu sína haustið 2022 og hefur stundað nám núna í tvær annir. Christine líkar námið vel. Henni finnst uppsetning skólakerfisins góð, tengsl við nemendur og kennara eru mjög dýrmæt og telur hún að það skapi Lesa áfram →

Félagslífið á Laugum, fyrsta mánuðinn.

Félagslífið á Laugum, fyrsta mánuðinn.   Fjórða vika skólans er nú að enda. Félagslífið er að blossa upp og hefur margt gerst núna í byrjun skólans.   Í annarri vikunni, 4-8. september, var margt skemmtilegt í boði fyrir nemendur. Sunnudaginn 3. september var haldið spilakvöld þar sem ýmis borðspil voru í boði. Síðan á mánudeginum var slip and slide vatnsrennibraut fyrir utan Lesa áfram →

Vikulegar fréttir nemanda Framhaldsskólans á Laugum

Nemendur í fjölmiðlafræði fá það skemmtilega verkefni í vetur að fjalla um lífð í skólanum og eru það nemendurnir Edda og Elísabet sem hefja leikinn. Brunnur fyrstu viku Laugaskóla  Framhaldsskólinn á Laugum var settur sunnudaginn 27. ágúst. Skólasetning var klukkan 18:00 þann dag, en vistin opnaði klukkan 13:00 fyrir þá nemendur sem eru á vist. Skólinn byrjaði síðan klukkan 09:15 Lesa áfram →

Skólasetning 27. ágúst 2023

Framhaldsskólinn á Laugum verður settur 27. ágúst kl 18:00 í íþróttahúsi skólans. Heimavistir opna kl 13:00 þann sama dag og nemendur sækja lykla og skrifa undir húsaleigusamning á skrifstofu skólans. Að skólasetningu lokinni verður viðstöddum boðið upp á kvöldverð. Við vekjum athygli á  að bókalista haustannar má finna á heimasíðunni. Gleðilegt nýtt skólaár 🙂 

Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum

 Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum fór fram á uppstigningardag og voru 26 nýstúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum. Dúx Framhaldsskólans á Laugum er Nikola María Halldórsdóttir með 9,16 í einkunn. Semí-dúx Framhaldsskólans á Laugum er Ólöf Jónsdóttir með 9,02 í einkunn. Arnór Benónýsson kennari og Ingólfur Víðir Ingólfsson húsbóndi létu af störfum við skólann eftir yfir tveggja áratuga Lesa áfram →

Græn skref

Framhaldsskólinn á Laugum hefur lokið öðru skrefi í Grænum skrefum og hélt í því tilefni smá kaffiboð fyrir starfsmenn. Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Vinna er Lesa áfram →

Góðir gestir

Þann 23.mars fengum við góða gesti í Framhaldsskólann á Laugum þegar leikhópinn Stertabenda kom í heimsókn til okkar og setti upp sýninguna Góðan daginn, faggi. Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur unnin upp úr dagbókum Bjarna Snæbjörnssonar frá yngri árum og fjallar á gamansaman en einlægan hátt um aðkallandi málefni tengd hinseginleika; skömm, öráreiti og drauminn um að tilheyra. Höfundar Lesa áfram →

Mín framtíð 2023 Dagana 16.– 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Eygló Sófusdóttir og Olga Hjaltalín verða á staðnum ásamt nokkrum nemendum Framhaldsskólans á Laugum til að kynna starfsemi skólans. Hér má sjá dagskrá og opnunartíma ásamt Lesa áfram →