Skólinn settur í hundraðasta sinn

Benedikt Barðason skólameistari setti Framhaldsskólann á Laugum í 100. sinn í ár á hátíðlegum og ánægjulegum degi í íþróttahúsinu á Laugum sunnudaginn 25. ágúst. Benedikt mun leysa Sigurbjörn skólameistara af í eitt ár á meðan hann er í námsleyfi. Benedikt hefur starfað vel á fjórða áratuginn í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem hann hefur starfað sem kennari, áfangastjóri og aðstoðarskólameistari. Eygló Sófusdóttir námsráðgjafi er komin í ársleyfi frá skólanum og mun Sigríður Valdimarsdóttir félagsráðgjafi leysa hana af. Brynjar Þór Ríkharðsson er tekin við sem umsjónarmaður fasteigna við skólann og bjóðum við þau öll hjartanlega velkomin til starfa. Auk hefðbundinna ræðuhalda og kynningu á starfsfólki skólans var minnt á einkunnarorð skólans sem eru eftirfarandi.

Metnaður:

(Við skulum öll hafa metnað fyrir því sem við gerum og vinna okkar verk af fagmennsku, metnað fyrir sjálfum okkur og metnað fyrir skólann okkar, þannig náum við árangri.)

Trúmennska:

(Við skulum öll vera trú sjálfum okkur og skólanum okkar, þannig líður okkur best og þannig sköpum við traust)

Tillitsemi:

(Við skulum öll sýna hvert öðru umburðarlyndi, tillitsemi og virðingu, þannig náum við hreinni samvisku og jákvæðum samskiptum)

Glaðlyndi:

(Við skulum öll geisla af gleði og ánægju, þannig bætum við skólabraginn og gerum lífið svo miklu skemmtilegra.)

Benedikt Barðason skólameistari.

Deila