Skólasetning Framhaldsskólans á Laugum

Skólinn verður settur kl.18:00 sunnudaginn 25. ágúst í íþróttahúsinu á Laugum. Heimavistir opna kl. 13:00 þann sama dag og nemendur sækja lykla og skrifa undir húsaleigusamning á skrifstofu skólans. Sigríður (Sísí) náms- og starfsráðgjafi verður til viðtals á skrifstofu sinni á annarri hæð í Gamla skóla. Til að panta tíma hjá henni sendið þið póst á si.ragual@isis. Jóhanna Eydís brautarstjóri Almennrar brautar verður einnig til viðtals á sinni skrifstofu á annarri hæð í Gamla skóla og til að panta tíma hjá henni sendið þið póst á si.ragual@eannahoj. Elín sálfræðingur getur verið til viðtals sé þess óskað og til að panta tíma hjá henni sendið sms í síma 866-9887. Ef þið viljið tala við skólameistara skulið þið senda línu á (si.ragual@tkideneb) eða biðja Sollu ritara um að hafa samband. Að skólasetningu lokinni verður viðstöddum boðið upp á kvöldverð í matsalnum í Gamla skóla.
 
 
Hlökkum til að sjá ykkur 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Deila