Mánudagsminning

Tjörnin er viðfangsefnið þessa vikuna. Það kannast eflaust margir við að hafa smellt mynd af skólanum sem speglast í tjörninni á hinum ýmsu árstímum enda ægifagurt sjónarhorn á að líta.Fyrsta hús Laugaskóla var reist á melhól sem heitir Skiphóll sem teygði arma sína tvo til suðurs. Á milli þeirra og í skjóli hólsins var hvammur, þar sem tjörnin er nú. Tjörnin, hólmarnir og uppfyllingin í kring er gjörð af mannahöndum. …Lestu áfram

Vikulega viðtalið

Sjöundi viðmælandinn í okkar vikulegu viðtölum við fyrrum nemendur Laugaskóla er Gabríela Sól Magnúsdóttir. Gabríela Sól stundaði nám við skólann á árunum 2014 – 2017. Hún starfar í dag sem kennari við Grenivíkurskóla. ÖFLUG Í FÉLAGSLÍFINU Gabríela var öflug í félagslífinu í Laugaskóla og sat í framkvæmdarstjórn skólans í öll þau þrjú ár sem hún stundaði nám við skólann. TÓNKVÍSLIN MUN ALLTAF STANDA UPP ÚR Það sem er mér minnistæðast …Lestu áfram

Eldri borgarar í heimsókn í Laugaskóla

Eldri borgarar úr sveitinni komu í heimsókn til okkar í gær þann 18.mars. Þeim var boðið upp á dýrindis máltíð í mötuneytinu ásamt því að hlýða á fyrirlestur frá Rögnu kennara og hennar nemendum úr áfanganum Sögu Laugaskóla. Ríkey Perla nemandi við skólann söng síðan tvö lög fyrir gestina og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Við þökkum þeim kærlega fyrir innlitið og vonumst til þess að sjá þau sem …Lestu áfram

Okkar fólk í Laugardalshöll

Mín framtíð er haldinn í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina dagana 13 – 15 mars 2025. Kynningin er hugsuð fyrir grunnskólanemendur sem geta skoðað námsframboð allra þeirra skóla sem taka þátt í kynningunni. Okkar fólk mætti í Laugardalshöllina og stóð sig með mikilli prýði. Nemendur bæði núverandi og fyrrverandi tóku einnig þátt í kynningunni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag.

Vikulega viðtalið

Kristinn Ingi Pétursson er okkar vikulegi viðmælandi að þessu sinni. Kristinn rekur tölvu- og netþjónustuna Stafn.is Reynsla – Stafn.is  og er einnig í hálfu starfi sem kerfisstjóri Framhaldsskólans á Laugum. Sem aukabúgrein selur hann dagsferðir á jeppa undir nafninu Kip.is  Kip – Private Guided Day Tours in North Iceland   Hvenær stundaðir þú nám við Framhaldsskólann á Laugum? Veturinn 1994-95. Grunnskólinn minn Litlulaugaskóli var þá með 1.-9. bekk, og Laugaskóli …Lestu áfram