Dýrafræði

Nemendur í dýrafræði krufðu laxfiska mánudaginn 20. mars í verklegum tíma. Fiskarnir voru fengnir frá fiskeldinu á Laxamýri (einn regnbogasilungur og tvær bleikjur) og þökkum við þeim kærlega fyrir það! Fiskarnir voru svo ferskir að greina mátti hjartslætti í þegar búið var að fjarlægja hjörtun úr fiskunum.