Guðmundur farandkennari

Stjörnurnar skoðaðar

,,Þriðjudaginn 7. febrúar fór ég austur á Egilsstaði þar sem 10 nemendur eru í fjarnámi í stjörnufræðiáfanga sem ég kenni. Áttum við saman góða stund þar sem nemendur héldu fyrirlestra fyrir mig og ég fyrir þau, ásamt því að farið var í stjörnuskoðun. Eiga nemendurnir lof skilið fyrir úthaldið því við hittumst kl. 16 og vorum að til kl. 20 (eftir hefðbundinn skóladag hjá þeim). Svo var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá kvöldmat í mötuneytinu og var þar pizza í matinn, sem svo skemmtilega vildi til að var líka í hádegismatinn á Laugum. Áleggsúrvalið á Egilsstöðum kom mér mjög á óvart þar sem fjölbreytnin var mikil.”

Pizzuhlaðborðið á Egilsstöðum er veglegt

Guðmundur Smári, náttúrufræðikennari

Deila