Sigur í Gettu betur

Lið FL skipa þau Ólafur Ingi Kárason, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Bjargey Ingólfsdóttir

Lið Laugaskóla bar í kvöld sigurorð af liði Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í forkeppni Gettu betur sem útvarpað var á Rás 2. Úrslit urðu þannig að Laugaskóli fékk 22 stig en FÍV fékk 16 stig. Glæsilegur árangur hjá okkar krökkum. Dregið verður í næstu umferð næstkomandi miðvikudagskvöld að lokinni fyrstu umferð keppninnar.