Hressbikarinn 2018 – Badminton

Image

Keppendur á mynd: Ragnar, Dagný og Benedikt

Keppni í Hressbikarnum 2018 hélt áfram í vikunni þar sem keppt var í badminton. Aftur var það lið WC Riben sem stóð uppi sem sigurvegari eftir harða baráttu við lið Englanna. Keppt var í einliðaleikjum karla og kvenna og síðan í tvenndarleik. WC Riben hafði sigur í öllum viðureignunum og vann því 3 – 0 sigur.  Á næsta þriðjudag verður keppt í bandý og svo endar keppnin í blaki í byrjun desember.