Hressbikarinn

Image

WC Riben liðið skipuðu; Ragnar, Óliver, Leon, Benedikt og Dagný.

Þriðja umferðin í Hressbikarnum 2018 fór fram í gær. Keppt var að þessu sinni í bandý og mættust á ný liðin WC Riben og Englarnir. Bandý er klárlega í miklu uppáhaldi hjá WC Riben því skemmst er frá því að segja að liðið vann öruggan 10 – 0 sigur og er þar með enn með fullt hús stiga í heildarstigakeppninni. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir sigur liðsins þetta árið. Síðasta umferð keppninnar fer fram næsta þriðjudag en þá verður keppt í blaki.