Birt 14. nóvember, 2018
Keppnin um “Hressbikarinn 2018” hófst í gær á battafótbolta. Um er að ræða stigakeppni liða sem nemendur búa sér til sjálfir og er þemað að þessu sinni B-íþróttir. Næstu 3 þriðjudaga verður keppt í badminton, bandý og blaki þar sem samanlagður árangur í öllum greinum ræður úrslitum.
Í battafótboltanum í gær sigraði liðið WC Riben og náði sér þannig í 10 stig í heildarstigakeppninni.
Næsta keppni er, eins og áður segir, badminton þriðjudaginn 20. nóvember þar sem keppt verður í einliðaleikjum karla og kvenna auk tvenndarleiks.