Laugabolir og brúsar

Birt 12. nóvember, 2025 Vegna fjölda fyrirspurna um Laugaskólabolina, sem starfsfólk og nemendur klæddust á 100 ára afmæli skólans, höfum við ákveðið að láta framleiða fleiri boli og bjóða velunnurum skólans til kaups. Bolirnir eru í stærðum XS-S-M-L-XL-XXL og barnabolir í stærðum 3-4 ára, 5-6 ára, 7-8 ára, 9-11 ára og 12-13 ára. Bolirnir eru úr íþróttaefni og halda sér vel í þvotti. Verð:3500.- Einnig eigum við aðeins eftir að …Lestu áfram

Opið fyrir umsóknir á vorönn 2026

Birt 11. nóvember, 2025 Opið er fyrir umsóknir á vorönn 2026  í Framhaldsskólann á Laugum. Innritun á vorönn 2026: 1. nóvember – 1. desember 2025  Sótt er um hér Innritun – Innritun í Framhaldsskóla.   Skólinn býður upp á samfelldan skóladag, verkefnabundið nám í vinnustofum, heimavist, magnaða íþróttaaðstöðu og rífandi félagslíf. Skólinn býður upp á almenna, félagsvísinda-, íþróttafræði-, kjörsviðs- og náttúruvísindabraut. Allt um skólann, námið, félagslífið og allt hitt sem þig langar …Lestu áfram

Skólastarf hafið að nýju í Framhaldsskólanum á Laugum

Birt 11. nóvember, 2025 Nú er skólastarf hafið að nýju eftir langt og gott vetrarfrí. Til þess að fylgjast með hvað er framundan í skólastarfi þá bendum við á skóladagatalið sem er á heimasíðunni okkar. Hlekkur á dagatalið er hér fyrir neðan.  Skóladagatal Við erum ánægð að fá nemendur okkar til baka og í hádeginu er boðið upp á pizzuhlaðborð. Hægt er skoða vikumatseðil hér fyrir neðan. Matseðill

Vetrarfrí Framhaldsskólans á Laugum

Birt 4. nóvember, 2025 Kennslu lýkur um hádegi í dag 4.nóvember þegar nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum halda í langþráð vetrarfrí.  Vistirnar opna aftur mánudaginn 10.nóvember kl. 13.00 og kennsla hefst samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 11.nóvember. Gleðilegt vetrarfrí.