Um þúsund manns sóttu okkur heim

Birt 1. nóvember, 2025 Framhaldsskólinn á Laugum varð 100 ára um síðastliðna helgi, nánar tiltekið fyrsta vetrardag. Mikil afmælishátíð var haldin á Laugum  sem stóð yfir í um 13 klukkustundir og um 1000 manns sóttu okkur heim. Ég er afar þakklátur fyrir það hve margir lögðu leið sína heim að Laugum og hrærður yfir þeim mikla hlýhug og velvild sem ég fann í garð skólans þennan dag. Ég er afar …Lestu áfram

VORU ALLIR HÉR ?

Birt 20. október, 2025 Frumsýnd í Þróttó 25.október næstkomandi á hundrað ára afmæli skólans.  Hér fyrir neðan má sjá dagskrá dagsins sem hefst kl. 13.00 með sýningu heimildarmyndarinnar VORU ALLIR HÉR ? Hátíðardagskrá hefst síðan klukkan. 14.00 í íþróttahúsinu á Laugum.  Verið hjartanlega velkomin heim að Laugum.  Dagskrá á 100 ára afmæli Laugaskóla

Vika í hundrað ára afmæli Laugaskóla

Birt 20. október, 2025 Nemendur Laugaskóla klæddust nýjum bolum sem pantaðir voru í tilefni af hundrað ára afmæli skólans . Það líður senn að hundrað ára afmæli Laugaskóla sem haldið verður þann 25.október næstkomandi.  Við hvetjum alla til þess að mæta og meðal annars sjá heimildarmyndina Voru allir hér ? Sem frumsýnd verður á afmælisdaginn í Þróttó.  Verið hjartanlega velkomin heim að Laugum.