Og líf í heilan vetur er bundið spjaldið við

Birt 23. september, 2025

Í tilefni af hundrað ára afmæli Laugaskóla vinnum við nú hörðum höndum að því að finna öll skólaspjöld frá stofnun skólans.
Það hefur tekist vel en sum spjöld eru illa á sig komin og biðjum við því um aðstoð með að finna nokkur spjöld.
Árið sem við óskum eftir í þessari viku er árið 1938 -1939. Netfangið okkar er si.ragual@ragual ef einhver lumar á því spjaldi.
 
Á myndinni má sjá skólaspjald 83 ára gamals manns úr Bárðardal sem dvaldi tvo góða vetur á Laugum.
Í lokin er hér brot af ljóði samið af Guðmundi Inga Kristjánssyni nemenda úr Laugaskóla frá árinu 1930.
 
Á stofuþili mínu er stór og falleg mynd
af stórum hóp af fólki í brúnni sléttri grind
og andlit horfa þaðan á ýmsa vegu lík
svo undarlega smá en svo minningarrík
 
og geymt í þessum myndum er Laugaskólans lið
og líf í heilan vetur er bundið spjaldið við
með nám og leik og hugsun, með drauma starf og dans
einn dásamlegan vetur og minningarnar hans.
 

 

UPPFÆRT – myndin er komin í hús einum klukkutíma eftir að óskuðum eftir spjaldi. Kærar þakkir fyrir góð viðbrögð.

 

 

 

Deila