ÍÞRÓTTAVIKA EVRÓPU 23 – 30 SEPTEMBER

Birt 24. september, 2025

Framhaldsskólinn á Laugum tekur þátt í #BeActive íþróttaviku Evrópu. #BeActive eru einkunnarorð Íþróttaviku Evrópu sem haldin er í yfir 30 Evrópulöndum vikuna 23.-30. september ár hvert. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Hér má sjá þá dagskrá sem er i boði fyrir nemendur á skólatíma. Nemendur hafa einnig aðgang að skipulögðum íþróttatímum undir leiðsögn íþróttakennara milli kl. 16 og 18 mánudags til fimmtudags. Þar geta þau valið á milli þess að vera í hópíþrótt í sal, fara í ræktina, sund eða út í göngutúr. 

Deila